Hagsmunir hverra?

Ég verð að viðurkenna að ég hef verið býsna hissa á því að þessar fréttir kæmu ekki fyrr..  Það skal reyndar haft í huga að fréttin fjallar ekki um neina ákvörðun heldur eru þetta vangaveltur byggðar á því sem rætt er á göngunum.  Flokkarnir tveir geta varla átt mikla samleið lengur, þegar þörfin á því að skipta um gjaldmiðil er jafn augljós og nú.

Það er mín skoðun að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að brjóta odd af oflæti sínu, viðurkenna ósigur krónunnar og Samfylkingin ekki að neita að starfa við slíkar aðstæður, þá eru menn uppteknari af flokkahagsmunum og völdum en hag þjóðarinnar sem kaus þá.  Jón Baldvin skoðar endurreisn Alþýðuflokksins.  Það væri óneitanlega skemmtileg og lífleg viðbót í stjórnmálin.


mbl.is Vilja nýjan stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki alveg rétt að Sjallarnir vilji endilega ríghalda í krónuna, þeir vilja bara alls ekki, og þar er ég þeim 100% sammála, ganga í ESB. Því kemur Evran ekki til greina, því það yrði ákaflega óvinsælt ef við tækjum hana upp án samráðs við Evrópusambandið.

Geir Haarde nefndi reyndar Dollarann um daginn og hlaut það ekki góðan hljómgrunn hjá almenningi. Samt eru allnokkur lönd sem nota hann sem gjaldmiðil.

En ertu ekki annars hress? Píanósóló?

Ingvar Valgeirsson, 12.11.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband