26.9.2007 | 11:23
Aldnir hafa orðið.... miklu eldri.
Ef einhverntíma er ástæða til að rjúfa langa blogþögn er það á fæðingardegi sínum. Það segja margir að aldur sé afstæður en samt sem áður bar ég nokkurn kvíða í brjósti yfir því að verða 36 ára. Áfanginn næst raunar ekki fyrr en kl.15.10 í dag svo ég hef smá tíma til að njóta 35.
En í ljósi þess að það er ekkert vont að vera 36, ætla ég að nota daginn til að fagna þeirra ára sem Guð hefur þegar gefið mér og líta með eftirvæntingu til þeirra sem framundan eru og allra þeirra skemmtilegu ævintýra sem lífið á eftir að bjóða mér.
Mikið er gaman að lifa.
Athugasemdir
Það er ekkert mál að verða 36. Það var miklu verra að verða þrítugur! Til hamingju með daginn. Kveðja
Eyþór Árnason, 26.9.2007 kl. 11:55
Hef orðið nokkurra mánaða reynslu í að vera 36. Það er ekki svo slæmt, þegar ég hugsa ekki um það að ég sé 36 ára.
Ágúst Böðvarsson, 26.9.2007 kl. 20:21
Til lukku með daginn
Einar Bragi Bragason., 27.9.2007 kl. 10:04
Til hamingju með daginn í gær
Rakst óvart á síðuna þína í gegnum Árna Birgis
Kolla í KSS
Kolbrún Jónsdóttir, 27.9.2007 kl. 18:00
Mikið ógeðslega ertu orðinn gamall! Komin ýldulykt af kallinum, svo megn að ég finn hana gegnum internetið. Háaldraður alveg.
Kærar kveðjur frá manninum sem verður 36 í næsta mánuði. Til hamingju með ammælið í hitteðfyrradag.
Ingvar Valgeirsson, 29.9.2007 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.