8.9.2008 | 01:01
Hvetur svona umfjöllun til skemmdarverka?
Það er gersamlega óþolandi og ólíðandi þegar skemmdavargar sem ekkert er heilagt fá útrás fyrir skemmdarfýsn sína með þessum hætti. Hinsvegar velti ég fyrir mér rökum þeirra sem telja að fjölmiðlaumfjöllun um svona nokkuð helgi tilgang þeirra sem þetta stunda. Því hefur verið fleygt fram að fólk eins og þeir sem krotuðu á Þristinn líti á sig sem listamenn sem róa að því öllum árum að fá athygli fyrir sig og "list" sína. Eiga fjölmiðlar að hætta fréttaflutningi sem hugsanlega hvetur til skemmdarverka?? Spyr sá sem ekki veit.
Skemmdarverk á Þristinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei það þarf ekkert.
Jóhannes Sveinsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 07:44
Sæl Öllsömul.
Þetta er EKKI list, þetta er skemmdarverk.
Aðalskemmdarverkastaðir svona glæpalýðs eru eignir í eigu hins opinbera og félagasamtaka.
Svo virðist sem hið opinbera og félagsamtök beiti ekki nógu harkalegum viðurlögum við viðlíka skemmdarverkum.
Ef þetta er list, hvers vegna gera viðakomandi aðilar þetta ekki á veggi í herberginu sínu, utan á sín eigin hús.
Ég hef ekki séð hús eða annan hlut í einkaeign á Íslandi sem státar af fullútfylltum flötum af þessari svokölluðu "list".
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:22
Ég held það sé mikið til í því að svona lýður fái ákveðið "kick" við það að birt sé umfjöllun um skemmdarverk þeirra, sérstaklega þó ef birtar eru myndir af ummerkjunum. Ég held að þessir einstaklingar séu ekki að fá útrás fyrir list sína heldur séu þeir að reyna að ná sér í svokallað "street-credit" með því að sýna hvað þeir séu áræðnir að brjótast inn á vöktuð svæði og skemma þar. Enda sést vel að það sem þessi lýður spreyjaði á vélina er svokallað "tagg" eða ákveðin undirskrift sem einhver hópur eða einstaklingur hefur búið sér til og notar til að merkja skemmdarverk sín, einmitt til að sýna að það hafi verið þeir sem gerðu þetta. Ég hugsa að ef fjölmiðlar myndu hætta að sýna myndir af skemmdarverkunum og einungis segja frá þeim, þá væri strax verið að taka heilmikla athygli frá skemmdarvörgunum því að þá geta þeir og aðrir ekki séð "taggið" á skjánum og þar með ekki sannað á götunni að þeir hafi verið að verki. Þá verða skemmdarvargarnir sjálfsagt fyrir svipuðum vonbrigðum og golfari sem fær holu í höggi en enginn er viðstaddur til að sjá það.
Muddur, 8.9.2008 kl. 10:01
Ef þeir vilja fjölmiðlaumfjöllun má henda þeim í berum að neðan gapastokk í Kringlunni í viku eða tvær. Það ætti að komast í fréttir.
Ingvar Valgeirsson, 8.9.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.