Stend ekki við neitt.

Það er eiginlega vegna óslökkvandi nýjungagirndar minnar að ég hef ákveðið að ganga á bak orða minna og hefja hér einhver skrif.  Ekki svo að skilja að ég sé hættur á hinni síðunni minni.  Hugarfróin sem fellur mér í skaut af því að búa til eitthvað nýtt í netheimum á sér bara engin takmörk.  Sjáum hvernig þetta gengur.  Ég mun þó takmarka skrifin við það sem mér þykir skemmtilegt..  Það mega alveg vera fréttir af einhverju leiðinlegu sem henti það sem mér þykir skemmtilegt en ekki skemmtilegar fréttir um eitthvað sem mér þykir leiðinlegt.  T.d. gæti ég alveg sagt frá því að systir mín haf lent í slysi.  Það væru leiðinlegar fréttir um skemmtilega systur, en hinsvegar myndi ég aldrei flytja fréttir af því að Framsóknarflokkurinn hefði horfið í kosningunum.  Það væru skemmtilegar fréttir um lei........

 Ég legg ekki meira á ykkur.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Hilmisson

Já já . Hmhm. Ha . Já , jú jú.   Ég þarf samt aðeins að klóra mér núna, samt ekki til blóðs. Ég hef svona á tilfinningunni að ég eigi að hafa skoðun, á þessu.  Leiðinlegar fréttir af skemtilegu. Eða skemtilegar fréttir af skemtilega leiðinlegu. Til dæmis, stundum er ég að reyna að gera ekki neitt, af því að allt er svo leiðinlegt. en þegar ég er svo byrjaður að gera ekkert, þá verð ég fljótt þreittur á því, og fer að hugsa mikið. Og það truflar mig í að gera ekki neitt, og ég leggst þá eða sest niður. En þá er ég að gera eitthvað ef ég sit eða ligg, og ég truflast aftur, og fer þá að reina að gera ekkert, smá stund í viðbót. Ég kemst nú bara flótt að því, að það er bara aðeins auðveldara að gera smá, heldur en ekki neitt. þá ligg ég niður plús (+) er með aðra hönd upp í loft og læt baugfingur díngla niður, á meðan hinir puttarnir eru upp. svo geri ég smá pávagaukahljóð. Svo eftir smá tíma læt ég, til dæmis aðra löppina hristast. Ég sé fljótt að það er ofsalega erfitt að gera alls ekki neitt. þessvegna skil ég bara ekki letingjana, ef þeir geta gert alls ekki neitt. þú ættir að reyna sjálfur. 

Högni Hilmisson, 4.5.2007 kl. 00:42

2 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Til klukku með nýtt blogg :) Sjáum hvað kallinn getur ;)

Kveðja Birkir Egilsson/Högnason

Hommalega Kvennagullið, 7.5.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband