Korter í kosningar.

Á Laugardaginn ákveður þjóðin hverjum er best treystandi til að stýra vegferð þjóðarinnar næstu 4 árin.  Þá ákvarðast hvort menn vilja að skattar verði hækkaðir, verðtrygging afnumin, innflytjendum gert erfiðara fyrir að flytjast hingað o.fl.  Í ljósi þess hvað ákvörðunin getur verið afdrifarík er athyglisvert að í könnum sem þátturinn okkar, Reykjavík Síðdegis gerði á dögunum kom í ljós að meirihluti þeirra sem þar tóku þátt, en þeir voru hátt á þriðja þúsund, segjast hafa meiri áhuga á Eurovision en kosningasjónvarpinu.  Ég missi af kosningasjónvarpinu í ár, þar sem við Júlli ætlum að halda uppi brjáluðu partýi á Aroma langt fram eftir nóttu.  Þar verða Eurovisionlögin í forgrunni og brjáluð stemming.  Þetta er ekki gert vegna áðurnefndrar könnunnar, heldur vegna óslökkvandi áhuga á tónlist og plötusnúðamennsku.  Ég lofa stuði og stemmingu á Aroma, ef þú vilt vera þar sem allir hinir verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sæll Ásgeir Páll.  Ég kemst nú ekki á Aroma þar sem við vinkonurnar erum að fara í búst í húsmæðraorlof   En ég verð að segja að ég hef mjög gaman af að hlusta á þig og ykkur í Rvk. síðdegis og í hvert sinn sem þú opnar munninn á Bylgjunni þá skelli ég upp úr.  Þú ert bara snilld og greinilega mikill húmoristi. 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 8.5.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Ásgeir Páll Ágústsson

Sæl Rannveig,
Ég þakka hlý orð í minn garð og sýni fjarveru þinni á Laugardaginn fullan skilning.  Góða skemmtun í húsmæðraorlofinu.

Bestu kveðjur.

Ásgeir Páll Ágústsson, 9.5.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband