14.5.2007 | 09:51
Kosningagrínið
Kosningavökum er nú víðast hvar lokið.
Framsókn vann ekki sigur í þessum kosningum því þeir töpuðu svo miklu. Þeir eru menn fyrir meiri að hafa viðurkennt það í fjölmiðlum. Samfylkingin tapaði líka, en Ingibjörg Sólrún heldur því samt sem áður fram að Samfylkingin sé sigurvegari þar sem hann hafi mælst miklu minni í könnunum nokkrum vikum fyrir kosningar. Það er sprenghlægilegt að heyra fólk beita svona brögðum.
Ég sofnaði út frá kosningasjónvarpi um 5 leitið við þær fréttir að stjórnin væri fallin. Ég vaknaði við sama kosningasjónarp um 8 leitið við þær fréttir að stjórnin væri ekki fallin. Ég velti því fyrir mér hvort mig væri að dreyma, eða hvort ég væri vakandi en hefði dreymt fyrri fréttirnar. Ég verð meira að segja dálítið ringlaður við að hugsa um þetta aftur á bak.
Hættum þessu rugli. Teljum atkvæðin öll og birtum þau svo. Það er engin þörf á að vera að hringla með þetta svona. Hlutföllin geta svo auðveldlega breyst eins og margoft hefur áður komið fram. Fyrstu tölur sem allir standa á öndinni yfir eru því jafnmiklar ekki-fréttir og óvísindalega unnar skoðanakannannir.
Athugasemdir
Einræði. það er alveg nóg, í svona litlu landi. einn ráðherra á hverja 500,000 íbúa. og fimmfalda svo í löggunni. málið er dautt. breyta fángelsunum aftur í fangelsi. (hegningahús). Láta svo kirkjurnar hafa meðferðarheimilin, og árangurstengja rekstrarstyrkina. Viltu meira. Jú kanski fimm ráðherrar. En spara samt. þú ræður hvort þú tekur þetta alvarlega. láttu bara engan sjá þetta.
Högni Hilmisson, 20.5.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.