Eiríkur var magnaður þó lagið sé vont.

Ég sit hér með kjöltutölvuna og horfi á evróvision.  Tilgangur færslunnar er eingöngu að sýna fram á hversu spennandi mér finnst þessi keppni vera.  Ég væri ekki að blogga ef mér þætti keppnin öðruvísi.

Góðar stundir.


Hafnfirskt Eurovisionpartý.

Bakföllin eru eins og hjá Ómari Ragnarssyni. 
jullaeurovision_03(1)

Korter í kosningar.

Á Laugardaginn ákveður þjóðin hverjum er best treystandi til að stýra vegferð þjóðarinnar næstu 4 árin.  Þá ákvarðast hvort menn vilja að skattar verði hækkaðir, verðtrygging afnumin, innflytjendum gert erfiðara fyrir að flytjast hingað o.fl.  Í ljósi þess hvað ákvörðunin getur verið afdrifarík er athyglisvert að í könnum sem þátturinn okkar, Reykjavík Síðdegis gerði á dögunum kom í ljós að meirihluti þeirra sem þar tóku þátt, en þeir voru hátt á þriðja þúsund, segjast hafa meiri áhuga á Eurovision en kosningasjónvarpinu.  Ég missi af kosningasjónvarpinu í ár, þar sem við Júlli ætlum að halda uppi brjáluðu partýi á Aroma langt fram eftir nóttu.  Þar verða Eurovisionlögin í forgrunni og brjáluð stemming.  Þetta er ekki gert vegna áðurnefndrar könnunnar, heldur vegna óslökkvandi áhuga á tónlist og plötusnúðamennsku.  Ég lofa stuði og stemmingu á Aroma, ef þú vilt vera þar sem allir hinir verða.


Stend ekki við neitt.

Það er eiginlega vegna óslökkvandi nýjungagirndar minnar að ég hef ákveðið að ganga á bak orða minna og hefja hér einhver skrif.  Ekki svo að skilja að ég sé hættur á hinni síðunni minni.  Hugarfróin sem fellur mér í skaut af því að búa til eitthvað nýtt í netheimum á sér bara engin takmörk.  Sjáum hvernig þetta gengur.  Ég mun þó takmarka skrifin við það sem mér þykir skemmtilegt..  Það mega alveg vera fréttir af einhverju leiðinlegu sem henti það sem mér þykir skemmtilegt en ekki skemmtilegar fréttir um eitthvað sem mér þykir leiðinlegt.  T.d. gæti ég alveg sagt frá því að systir mín haf lent í slysi.  Það væru leiðinlegar fréttir um skemmtilega systur, en hinsvegar myndi ég aldrei flytja fréttir af því að Framsóknarflokkurinn hefði horfið í kosningunum.  Það væru skemmtilegar fréttir um lei........

 Ég legg ekki meira á ykkur.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband